Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

245. fundur 25. júlí 2014 kl. 08:20 - 09:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eiríkur Jónsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðni Helgason framkvæmdastjóri
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Kristín Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá
Í fjarveru formanns og varaformanns stýrði aldursforseti Eiríkur Jónsson S-lista fundi.

1.Naustaskóli 2. áfangi - lóðarfrágangur 2014

Málsnúmer 2014070151Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 17. júlí 2014:
Staða framkvæmda við Naustaskóla.
Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að farið verði í framkvæmdir við lóð vestan við Naustaskóla við aðalinngang á árinu og vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. Frekari ákvarðanir um framkvæmdir við Naustaskóla er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og stefnt er að að ljúka framkvæmdum sem fyrst.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögu bæjarráðs dagsetta 17. júlí 2014 um framkvæmdir á vesturhluta lóðar við aðalinngang Naustaskóla.

Framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar falið að bjóða út umræddar lóðarframkvæmdir við aðalinngang.

Fundi slitið - kl. 09:20.