Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

243. fundur 27. júní 2014 kl. 08:15 - 10:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðni Helgason framkvæmdastjóri
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir varamaður L-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson varamaður Æ-lista sátu fundinn.

1.Fasteignir Akureyrarbæjar - kynning fyrir nýja stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014060189Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi Fasteigna Akureyrarbæjar

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar kynninguna.

2.Bílaklúbbur Akureyrar - Ósk um færanlega kennslustofu

Málsnúmer 2014060030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 3. júní 2014 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem félagið óskar eftir að fá til eignar kennslustofuhús sem stendur við Lundarskóla vegna undirbúnings á uppbyggingu tjaldsvæðis austast á lóð félagsins að Hlíðarfjallsvegi 13.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til Íþróttaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:25.