Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

225. fundur 17. maí 2013 kl. 08:15 - 09:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Þórunnarstræti 99 - skammtímavistun fyrir fólk með fötlun

Málsnúmer 2012090189Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboðin í verklegar framkvæmdir í Þórunnarstræti 99 og lögð fram stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við L og S verktaka á grundvelli tilboðs.

2.Borgargil 1-6 - íbúða þjónustukjarni fyrir fólk með fötlun

Málsnúmer 2011120037Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í arkitektahönnun hússins.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjóðendur - upphæð - hlutfall af kostnaðaráætlun:
Arkitektur.is - kr. 6.980.000 - 107,4%
AVH ehf - kr. 6.750.000 - 103,8%
Kollgáta ehf - kr. 6.229.362 - 95,8%
Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar - kr. 9.998.500 - 153,8%
Kostnaðaráætlun - kr. 6.500.000 - 100%

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Kollgátu ehf.

Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti á fundinn kl. 08:38.

3.Glerárskóli - kennslueldhús - hússtjórnarstofa

Málsnúmer 2013010309Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða opnunar tilboða í loftræstingu.
Eftirfarandi tilboð barst:
Blikk og tækniþjónustan ehf - kr. 3.156.579 - 104%
Kostnaðaráætlun - kr. 3.043.800 - 100%

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við Blikk og tækniþjónustuna ehf.

4.Sundlaug Akureyrar - bætt aðgengi í innilaug

Málsnúmer 2013050100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 15. apríl 2013 frá Ólafi Þ. Ólafssyni þar sem farið er þess á leit við Akureyrarbæ að aðgengi að innilaug Sundlaugar Akureyrar verði bætt.

5.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
KA-svæði, gervigrasvöllur - G.Hjálmarsson ehf: 10.- 11. verkfundur dags. 3. og 10. maí 2013.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar leggur mikla áherslu á að verkinu verði lokið fyrir 17. júní 2013.

Kristín Þóra Kjartansdóttir V-lista óskar bókað:

Ég hef áhyggjur af því að áætlaður hafi verið of skammur tími í verkið og að ekki hafi verið vandað nægilega til undirlagsvinnu undir gervigrasið til þess að koma í veg fyrir sig.

Fundi slitið - kl. 09:05.