Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

187. fundur 15. apríl 2011 kl. 08:15 - 10:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Naustaskóli 2. áfangi - uppsteypa og utanhúsfrágangur

Málsnúmer 2010080059Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í uppsteypu og utanhúsfrágang. Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Sigfús Karlsson B-lista tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar tilboði Hamarsfells ehf./Adakris á þeim forsendum að fyrirtækin uppfylli ekki öll skilyrði útboðslýsingar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við SS Byggi ehf. á grundvelli tilboðs þeirra og þar sem verktaki uppfyllir öll skilyrði útboðslýsingar.

2.Íþróttasvæði Þórs - aðstaða fyrir sjónvarpsupptöku

Málsnúmer 2011040064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar möguleg þörf á uppbyggingu á aðstöðu fyrir sjónvarpsmyndavélar austan megin knattspyrnuvallar.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista kom aftur inn á fundinn undir þessum lið og tók aftur við fundarstjórn.

3.Varpholt - framtíðaráform

Málsnúmer 2009110053Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðaráform með Varpholt.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að húsinu verði afmörkuð hæfileg lóð og auglýst til sölu.

4.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 jarðvinna:
1.-3.verkfundur dags. 10. mars, 4. og 8. apríl 2011.

Fundi slitið - kl. 10:10.