Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

194. fundur 02. september 2011 kl. 08:15 - 08:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hamraborg - sala á bragga

Málsnúmer 2011080113Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í niðurrif og fjarlægingu braggans. Alls bárust 7 tilboð:

Sigurður Árni Snorrason kr. 66.000
Stefán Hallsson kr. 72.000
Hans Kristjánsson kr. 85.000
Björn Valdemarsson kr. 151.000
Ástþór Örn Árnason kr. 168.000
Skútaberg ehf kr. 300.000
Svana Ósk Rúnarsdóttir kr. 316.000

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að tekið verði tilboði hæstbjóðanda Svönu Óskar Rúnarsdóttur.

2.Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - 10 skýrslur og kynningar

Málsnúmer 2011080041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina.
Gylfi Snorrason eftirlitsmaður FA sat fundinn undir þessum lið.

3.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram á fundinum:
Naustaskóli II. áfangi - uppsteypa og utanhússfrágangur - 6. verkfundur dags. 30. ágúst 2011.

Fundi slitið - kl. 08:40.