Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

285. fundur 06. október 2016 kl. 19:15 - 20:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í forföllum Helenar Þuríðar Karlsdóttur.

1.Fjárhagsáætlun 2017 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016080126Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðhaldsáætlun, nýframkvæmdaáætlun og starfsáætlun FA 2017.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 20:00 og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir viðhalds- og rekstraráætlun ársins 2017 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

2.Samgöngumiðstöð - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016050294Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þarfagreining fyrir samgöngumiðstöð á Akureyri dagsett 14. september 2016.

3.Fasteignir Akureyrarbæjar - vígslur nýframkvæmda

Málsnúmer 2016100026Vakta málsnúmer

Rætt um tímasetningar vegna vígslu á íþróttahúsi Naustaskóla, nýju svelli í Skautahöllinni og nýju gervigrasi í Boganum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að vígslurnar verði í nóvember nk.

Fundi slitið - kl. 20:45.