Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

279. fundur 20. maí 2016 kl. 09:00 - 09:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Færanlegar kennslustofur - sala 2016

Málsnúmer 2016040155Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju 2. dagskrárliður 278. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 6. maí 2016:

Lögð fram tilboð sem bárust í tvær færanlegar kennslustofur.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir sölu á stofunum til hæstbjóðanda, Lilju Sigríðar Jónsdóttur.

2.Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju 3. dagskrárliður 278. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 6. maí 2016:

Farið yfir tilboð sem bárust í endurnýjun á gervigrasi í Boganum.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

3.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 18. maí 2016 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið og framkvæmdaáætlun fyrir verkið.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að framkvæmdin verði boðin út.

4.Naustaskóli - íþróttahús

Málsnúmer 2015020029Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina dagsett 19. maí 2016.

5.Skautahöllin - nýtt svell

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina dagsett 19. maí 2016.

Fundi slitið - kl. 09:25.