Stjórn Akureyrarstofu

185. fundur 16. apríl 2015 kl. 16:15 - 17:30 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Sigfús Arnar Karlsson varaformaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála
  • Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá
Sædís Gunnarsdóttir S-lista ætti í fjarveru Loga Más Einarssonar.

1.Húsverndarsjóður og byggingalistaverðlaun Akureyrar 2015-2021

Málsnúmer 2015040046Vakta málsnúmer

Niðurstöður faghóps um styrkveitingar og viðurkenningar kynntar.
Niðurstaða faghóps var samþykkt samhljóða.
Arkitektastofan Kollgáta skal hljóta Byggingalistaverðlaun Akureyrar 2015 fyrir Íþróttamiðstöðina í Hrísey.
Viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2015 hlýtur Hús Hákarla-Jörundar.

2.Starfslaun listamanna 2015

Málsnúmer 2015020152Vakta málsnúmer

Niðurstöður faghóps um úthlutun starfslauna listamanna kynntar.
Niðurstaða faghóps var samþykkt samhljóða.
Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari skal hljóta starfslaun listamanna 2015-2016.

3.Heiðursviðurkenning Akureyrarstofu 2015

Málsnúmer 2015040082Vakta málsnúmer

Umræður um veitingu heiðursviðurkenningu stjórnar Akureyrarstofu á Vorkomunni.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að Iðunni Ágústsdóttur og Gunnari Frímannssyni skuli veittar heiðursviðurkenningar á Vorkomu Akureyrarstofu.

4.Vorkoma Akureyrarstofu 2015

Málsnúmer 2015040015Vakta málsnúmer

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála greindi frá undirbúningi fyrir Vorkomu Akureyrarstofu, sem haldin verður á sumardaginn fyrsta 2015.
Hulda Sif vék af fundi eftir eftir að umræður höfðu farið fram.
Stjórn Akureyrarstofa þakkar Huldu Sif fyrir komuna.

5.Þriggja mánaða uppgjör

Málsnúmer 2015040084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þriggja mánaða uppgjör í þeim málaflokkum sem heyra undir Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 17:30.