Stjórn Akureyrarstofu

184. fundur 26. mars 2015 kl. 16:15 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Greta Salome - styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 2015030185Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 9. mars 2015 frá Podium ehf þar sem farið er fram á styrk vegna hljóðupptöku Gretu Salome í Menningarhúsinu Hofi 29. mars 2015.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

2.Ferðamálafélag Hríseyjar - samningur 2013-2015

Málsnúmer 2013090136Vakta málsnúmer

Umsókn frá Ferðamálafélagi Hríseyjar um 20% stöðugildi starfsmanns.
Afgreiðslu erindisins frestað.

3.Hríseyjarhátíð - styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 2015020176Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni dagsett 23. febrúar 2015 frá Hríseyjarhátíð þar sem farið er fram á 300.000 kr. styrk til hátíðarhalda.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til verkefnisins.

4.Hollvinafélag Húna II - umsókn um samning við Menningarsjóð 2015

Málsnúmer 2015030079Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 26. febrúar 2015 frá Hollvinum Húna II um styrk úr Menningarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gera eins árs samstarfssamning við Hollvini Húna II með 300.000 kr. framlagi til verkefnisins.

5.Byggingalistaverðlaun 2015

Málsnúmer 2015030240Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu hefur mótað sér verklagsreglur vegna byggingalistaverðlauna. Samkvæmt þeim skal stjórn Akureyrarstofu tilnefna einn mann í fagráð vegna veitingar byggingalistaverðlauna.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tillögu að verklagsreglum um byggingalistaverðlaun.
Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Árna Ólafsson arkitekt í fagráð vegna byggingalistaverðlauna.

6.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2015-2018

Málsnúmer 2015030239Vakta málsnúmer

Kynning á framkvæmd starfsáætlunar.
Lagt fram til kynningar dæmi um skráningu í starfsáætlun stjórnar.

7.Stjórn Akureyrarstofu - fundaáætlun 2014-2015

Málsnúmer 2014080028Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð fundaáætlun stjórnar Akureyrarstofu fram að sumarleyfi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög að fundaáætlun fram að sumarleyfi.

8.Umsóknir í Húsverndarsjóð 2015

Málsnúmer 2015010040Vakta málsnúmer

Umsagnir skipulagsdeildar og Minjasafnsins á Akureyri um umsóknir í Húsverndarsjóð lagðar fram til kynningar.
Hanna Rósa Sveinsdóttir sérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri kom á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum umsagnaraðila.

9.Aðalstræti 10 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030007Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 27. febrúar 2015 frá Páli Björnssyni þar sem farið er fram á styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

10.Spítalavegur 15 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030008Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 27. febrúar 2015 frá Þórdísi Kötlu Einarsdóttur þar sem farið er fram á styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

11.Aðalstræti 17 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030009Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 26. febrúar 2015 frá Hallgrími Ingólfssyni og Sveini Björnssyni þar sem farið er fram á styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

12.Hafnarstræti 18 - Tulíníusarhús - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030010Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 26. febrúar 2015 frá Finni Rey Fjölnissyni þar sem farið er fram á styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita 250.000 kr. styrk til verkefnisins.

13.Aðalstræti 50 - neysluvatnsbrunnur - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030011Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 24. febrúar 2015 frá Önnu Guðnýju Sigurgeirsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita 250.000 kr. styrk til verkefnisins.

14.Hafnarstræti 90 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030012Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 13. febrúar 2015 frá Hlyni Hallssyni þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

15.Strandgata 27 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2015

Málsnúmer 2015030013Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 11. febrúar 2015 frá Elísabetu Gunnarsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.