Stjórn Akureyrarstofu

169. fundur 14. ágúst 2014 kl. 16:15 - 17:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Elvar Smári Sævarsson varaformaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð
  • Skúli Gautason fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarvaka 2014

Málsnúmer 2014010014Vakta málsnúmer

Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Akureyrarvöku mættu á fundinn og fóru yfir undirbúning og dagskrá hátíðarinnar sem fram fer þann 29. og 30. ágúst næstkomandi.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Kristínu og Jóni Gunnari fyrir komuna, greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Stjórnin óskar þeim til hamingju með spennandi dagskrá og vill hvetja bæjarbúa til þátttöku á Akureyrarvöku.

2.Deiglan - sala eignar

Málsnúmer 2014020070Vakta málsnúmer

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 lagði stjórn Akureyrarstofu til að kannaðir yrðu möguleikar á sölu Deiglunnar. Fasteignir Akureyrarbæjar auglýstu eignina, en hún hefur ekki selst. Rætt um möguleika á nýtingu eignarinnar til framtíðar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að leggja til að fallið verði frá sölu Deiglunnar. Er það lagt til í ljósi þess að ekki hefur verið mikil eftirspurn eftir eigninni og fram eru komnar allmargar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins sem eru til þess fallnar að efla starfsemina í Listagilinu. Með því að falla frá sölu Deiglunnar er ljóst að fyrirhuguð hagræðing sem af henni hefði leitt næst ekki. Í framhaldinu mun stjórn Akureyrarstofu fara yfir nýtingu á þeim eignum sem tilheyra málaflokkum hennar og skoða hvort selja megi einhverjar þeirra.

3.Stjórn Akureyrarstofu - fundaáætlun 2014-2015

Málsnúmer 2014080028Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaáætlun fyrir haust 2014.

Fundi slitið - kl. 17:50.