Málsnúmer 2014020070Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að vísa eftirfarandi tillögu Loga Más Einarssonar fulltrúa S-lista sem lögð var fram á fundinum, til umfjöllunar í stjórn Akureyrarstofu:
"Bæjarráð samþykkir að fresta sölu á Deiglunni og gestavinnustofu í Listagilinu. Sjónlistamiðstöðin stendur á tímamótum. Unnið er að innkaupastefnu hennar auk þess sem fyrir dyrum stendur að stofna safnráð. Þá mun nýr forstöðumaður verða ráðinn á næstunni sem mun móta framtíðarsýn stofnunarinnar til næstu ára. Því er talið skynsamlegt að hægja ögn á fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun Listasafnsins en sinna aðeins brýnustu viðgerðum. Sú fjárhæð sem sparast við það verði notuð til þess að tryggja rekstur Deiglunnar næstu þrjú ár. Myndlistarfélagi Akureyrar verði falið samkvæmt samningi að reka hana og freista þess að blása lífi í glæður hússins."
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hreini Þór fyrir greinargerðina og felur honum að vinna að frekari samvinnu við aðila á þessum vettvangi.