Stjórn Akureyrarstofu

150. fundur 14. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá
Hlín Bolladóttir L-lista mætti í forföllum Jóns Hjaltasonar.

1.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu mætti á fundinn og fór yfir greiningu gagna frá Ríkisskattstjóra sem hann hefur unnið að. Greiningin gefur gleggri mynd af rekstri og umfangi mismunandi greina í atvinnulífinu á Akureyri en völ hefur verið á hingað til.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hreini fyrir afar greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

2.Leikfélag Akureyrar - samningur 2012-2015

Málsnúmer 2013010067Vakta málsnúmer

Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri LA og Soffía Gísladóttir formaður stjórnar LA komu á fundinn og fóru yfir yfirstandandi starfsár félagsins.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki og Soffíu fyrir komuna á fundinn.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2013080216Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrár í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þær tillögur um gjaldskrárbreytingar sem lagðar voru fram á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:50.