Stjórn Akureyrarstofu

141. fundur 02. maí 2013 kl. 16:00 - 18:35 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Guðrún Þórsdóttir
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2012

Málsnúmer 2012040130Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöðu rekstrar í menningar- og atvinnumálum á árinu 2012.
Lagt fram til kynningar.

2.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2013

Málsnúmer 2013050004Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu rekstrar eftir fyrstu 3 mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

3.Langtímaáætlun Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013040234Vakta málsnúmer

Rætt um langtímaáætlunargerð fyrir menningarmál og atvinnumál til næstu 10 ára sem fram fer á vettvangi bæjarráðs um þessar mundir.
Lagt fram til kynningar.

4.Akureyrarkirkja - móttaka ferðamanna - styrkbeiðni 2012 og 2013

Málsnúmer 2012040012Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. mars 2013 frá Svavari Alfreð Jónssyni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Rafni Sveinssyni, formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem fram kemur að síðustu ár hafi Akureyrarkirkja lengt opnunartíma kirkjunnar til kl. 20:00 á kvöldin, haft opið um helgar og ráðið ferðamannaprest í hlutastarf á sumrin. Leitað er eftir fjárhagslegum stuðningi við þessa þjónustu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.

Guðrún Þórsdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu óskar bókað:

Ég mótmæli því að Akureyrarstofa borgi laun presta. Ég tel að það geti verið fordæmisgefandi fyrir önnur trúfélög. Það er ekki hlutverk bæjarins að greiða laun fyrir presta og prófasta.

Fundi slitið - kl. 18:35.