Stjórn Akureyrarstofu

140. fundur 10. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:35 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Starfslaun listamanna 2013 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2013020041Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um starfslaun listamanna og kynntar niðurstöður ráðgjafahóps. Alls bárust 9 umsóknir um starfslaun listamanna að þessu sinni en þau fela í sér mánaðarlegan styrk til listsköpunar í alls 8 mánuði. Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

Tekin var ákvörðun um hvaða umsækjandi hlýtur starfslaun að þessu sinni. Niðurstaðan er færð í gerðabók stjórnar Akureyrarstofu en upplýst verður um hana á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk.

2.Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarstofu 2013

Málsnúmer 2013030042Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur vinnuhópsins sem undirbjó málið fyrir stjórnina. Um tvenn verðlaun er að ræða, athafnaverðlaun annars vegar og nýsköpunarverðlaun hins vegar.

Tekin var ákvörðun um fyrirtæki sem hljóta viðurkenningu í báðum flokkum. Niðurstaðan er færð í gerðabók stjórnar Akureyrarstofu en upplýst verður um hana á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk.

Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi A-lista vék af fundi kl. 17:58.

3.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013 - aðkoma Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013020239Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmd og árangur nýliðinnar Atvinnu- og nýsköpunarhelgar og rætt um framhald viðburðarins á komandi árum. Áhugi er á að gera samning til lengri tíma um viðburðinn þar sem leiddir yrðu saman helstu aðilar sem unnið hafa að því að gera hann að veruleika. Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu og Dagný Rut Haraldsdóttir starfsmaður verkefnisins sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar samstarfsaðilum Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar fyrir samvinnuna og ánægjulegan viðburð. Jafnframt samþykkir stjórnin að fela framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra atvinnumála að ræða við samstarfsaðila helgarinnar um gerð samnings um framkvæmd hennar til lengri tíma. Markmiðið er að festa viðburðinn í sessi þannig hann geti vaxið og dafnað á komandi árum og ramminn um hann verði sem skýrastur.

Helena Karlsdóttir S-lista vék af fundi kl. 18:20.

Fundi slitið - kl. 18:35.