Stjórn Akureyrarstofu

139. fundur 14. mars 2013 kl. 16:00 - 18:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Hlín Bolladóttir
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Vilhjálmur Bergmann Bragason - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020212Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Vilhjálmi Bergmann Bragasyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna fyrirhugaðrar vinnu við skriftir á leikverki um dvöl Audens á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

2.Ólafur Sveinsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020144Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 12. febrúar 2013 frá Ólafi Sveinssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 950.000 vegna útgáfu kennsluheftis um smíði íslenskra nytjahluta.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

3.Óskar Þór Halldórsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020168Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Óskari Þór Halldórssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 til ritunar sögu Helenu M. Eyjólfsdóttur söngkonu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

4.Pétur Már Guðjónsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020165Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Pétri Má Guðjónssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á barnasöngleik á Akureyri í september 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

5.PríMA dansfélag MA - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020154Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Ásdísi Rós Alexandersdóttur f.h. stjórnar PríMA, dansfélags Menntaskólans á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 svo að hægt sé að halda fyrstu danskeppni framhaldsskólannna á Íslandi.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 180.000 til verkefnisins.

6.Selló ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020204Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Lárusi H. List f.h. Sellós ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna útgáfu á tónverki.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

7.Sigurður Þengilsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020167Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 13. febrúar 2013 frá Sigurði Þengilssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 360.000 vegna leigu á húsnæði fyrir starfsemi.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

8.Stúlknakór Akureyrarkirkju - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020206Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Hólmfríði Árnadóttur f.h. Stúlknakórs Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 til að halda tónleika ásamt fleira tónlistarfólki í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þann 22. mars 2013.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

9.Valgarður Stefánsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020066Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. febrúar 2013 frá Valgarði Stefánssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna útgáfu og kynningar á bók.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

10.Veritas ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020199Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Sigursteini Róberti Mássyni f.h. Veritas ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 1.500.000 til gerðar heimildarmyndarinnar "Vögguvísa".

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

11.Myndlistarfélagið - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020248Vakta málsnúmer

Umsókn móttekin 20. febrúar 2013 frá Myndlistarfélaginu þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 1.500.000 til að efla myndlistarlíf í höfuðstað Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

12.Hafnarstræti 86 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2013

Málsnúmer 2013030009Vakta málsnúmer

Umsókn dags 21. febrúar 2013 frá Húsfélaginu Hafnarstræti 86 þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

13.Gránufélagsgata 49 (Evensenhús) - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020268Vakta málsnúmer

Umsókn dags 18. febrúar 2013 frá Auði Helgu Skúladóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði vegna Evensenhússins.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

14.Hafnarstræti 54 (Zontahúsið) - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020267Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 21. febrúar 2013 frá Zontaklúbbi Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

15.Aðalstræti 50 - neysluvatnsbrunnur - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020266Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 21. febrúar 2013 frá Önnu Guðnýju Sigurgeirsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði vegna neyslubrunns í Aðalstræti 50.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

16.Aðalstræti 32 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020265Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 20. febrúar 2013 frá Kristni Björnssyni þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði vegna Aðalstrætis 32.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 450.000 til verkefnisins.

17.Strandgata 49 - umsókn um styrk úr Húsverndarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020264Vakta málsnúmer

Umsókn dags 20. febrúar 2013 frá Tis ehf þar sem sótt er um styrk úr Húsverndarsjóði vegna Strandgötu 49.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

18.Starfslaun listamanna 2013 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2013020041Vakta málsnúmer

Skipun ráðgjafarhóps vegna úrvinnslu á umsóknum um starfslaun listamanna.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við Daníel Þorsteinsson, Guðmund Ármann og Ragnheiði Skúladóttur að vera stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar um val á listamanni.

19.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013 - aðkoma Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013020239Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið að Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verði haldin 5.- 7. apríl nk. Myndaður hefur verið undirbúningshópur stuðningsaðila verkefnisins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur og Matthías Rögnvaldsson í undirbúningshópinn.

20.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum

Málsnúmer 2010110047Vakta málsnúmer

Farið yfir nýjustu drög að samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um menningarmál fyrir árin 2013-2015.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingartillögum sem fram komu á fundinum. Þær eru annars vegar að ríkið taki þátt í að koma á tímabundnum styrktarsjóði sem hafi það hlutverk að styðja við frumsköpun ungs fólks og að styrkja öfluga listræna hópa á heimaslóð til að setja verkefni sín á svið í Menningarhúsinu Hofi. Hins vegar er um að ræða ákvæði um endurskoðun á fjárhæðum samningsins í september á þessu ári.
Þá telur stjórnin mikilvægt að halda því til haga að stuðningur ríkisins við Skáldahúsin á Akureyri eru ekki inni í þessum samningi en nauðsynlegt er að finna honum fastan farveg í framhaldinu líkt og gildir gagnvart öðrum sambærilegum stofnunum á Íslandi.

21.Hymnodia - Kammerkór Akureyrarkirkju - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020166Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Eyþóri Inga Jónssyni f.h. Hymnodiu - Kammerkórs Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna fyrirhugaðrar útgáfu á jólaplötu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

22.Barnakór Akureyrarkirkju - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020208Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 13. febrúar 2013 frá Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna frumflutnings á verkinu "Fuglakabarett" eftir Daníel Þorsteinsson tónskáld og Hjörleif Hjartarson textahöfund þann 21. apríl 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.

23.Barokksmiðja Hólastiftis ses - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020278Vakta málsnúmer

Umsókn, ódags. frá Barokksmiðju Hólastiftis ses þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 339.500 vegna kaupa á sembal.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

24.Dagbjört Brynja Harðardóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020259Vakta málsnúmer

Umsókn, ódags. frá Dagbjörtu Brynju Harðardóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 372.000 vegna myndlistarsýningar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.

25.Dagrún Matthíasdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020173Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Dagrúnu Matthíasdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 250.000 vegna Mjólkurbúðarinnar í Listagili.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

26.Fornleifafræðistofan Eldstál ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020203Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Ármanni Guðmundssyni f.h. Eldstáls ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna rannsóknarvinnu á Búðareyri.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

27.Geðlist - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020220Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Ragnheiði Örnu Arnarsdóttur f.h. Geðlistar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 vegna sýningar í Deiglunni í tengslum við List án landamæra 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

28.Gunnar Björn Jónsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020070Vakta málsnúmer

Umsókn móttekin 7. febrúar 2013 frá Gunnari Birni Jónssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 55.000 vegna fyrirhugaðra tónleika "Í anda Smáranna" í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 25. maí 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 55.000 til verkefnisins.

29.Hljómsveitin Sjálfsprottin Spévísi - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020171Vakta málsnúmer

Umsókn móttekin 15. febrúar 2013 frá Bjarna Þór Bragasyni f.h. Hljómsveitarinnar Sjálfsprottinnar Spévísi þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 750.000 vegna útgáfu hljómsveitarinnar á sinni fyrstu breiðskífu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

30.Hlynur Hallsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020213Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Hlyni Hallssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 180.000 vegna tveggja myndlistarsýninga, einkasýningar í Populus tremula í mars 2013 og einkasýningar í Mjólkurbúðinni í júní 2013.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

31.Akureyri Rokkar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020205Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 16. febrúar 2013 frá Ragnari Birni Jósepssyni f.h. Akureyri Rokkar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna rokkhátíðar sem haldin verður á Sportvitanum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

32.Íslensk verkefnastjórnun ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020209Vakta málsnúmer

Umsókn móttekin 15. febrúar 2013 frá Svövu Björk Ólafsdóttur f.h. Íslenskrar verkefnastjórnunar ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnis fyrir erlenda ferðamenn á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

33.Kammerkór Norðurlands - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020172Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Einari Inga Hermannssyni f.h. Kammerkórs Norðurlands þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna vinnu við verkefnið "Tröll, álfar og huldufólk".

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

34.Kór Akureyrarkirkju - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020068Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 1. febrúar 2013 frá Páli Eyþóri Jóhannssyni f.h. Kórs Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna flutnings á verkefninu Missa Dei Patris eftir Zelinka með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og einsöngvurum í apríl 2013. Verkið verður flutt í Hofi.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

35.Kristín Þóra Kjartansdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020169Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Kristínu Þóru Kjartansdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 vegna menningarviðburða í Flóru.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

36.Kristján Ingimarsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020086Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. febrúar 2013 frá Kristjáni Ingimarssyni f.h. Leikfélagsins Neander þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna uppsetningar á sýningunni "Blam!" í Hofi 10.- 11. apríl 2013.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

37.Kvikmyndaklúbbur Akureyrar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020170Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 15. febrúar 2013 frá Sóleyju Björk Stefánsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 135.000 til þess að geta haldið áfram uppbyggingu fjölbreytilegs menningarlífs á sviði kvikmyndasýninga.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 135.000 til verkefnisins.

38.Leikfélagið Saga - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020297Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. febrúar 2013 frá Leikfélaginu Sögu þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna samnorræna verkefnisins Fenris 6.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

39.Leik-mynd ehf - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2013

Málsnúmer 2013020174Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 11. febrúar 2013 frá Guðbjörgu Ringsted f.h. Leik-myndar ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna uppsetningar á sýningu á leikföngum sem vísa í ævintýri.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:50.