Stjórn Akureyrarstofu

127. fundur 16. ágúst 2012 kl. 16:00 - 16:58 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2012060210Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrstu útgáfu að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu og þau verkefni sem fyrir liggja skv. starfsáætlun stjórnarinnar. Vinnu við áætlunina verður fram haldið þegar endanleg launaáætlun og húsaleiguáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar liggur fyrir.

2.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2012

Málsnúmer 2012040130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka Akureyrarstofu vegna fyrstu 7 mánuða ársins 2012.

3.Hollvinafélag Húna II - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011080032Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við Hollvini Húna II um stuðning við starfsemi félagsins, siglingar með skólabörn og þátttöku í menningarhátíðum á Akureyri. Samningurinn er gerður sameiginlega af Akureyrarstofu og skóladeild Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum í samvinnu við fræðslustjóra Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 16:58.