Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer
Lögð fram formlega áfangaskýrsla verkefnisstjórnarinnar þar sem gerð er grein fyrir þeirri greiningar- og tengslavinnu sem fram hefur farið sl. ár og lagðar fram eftirfarandi tillögur:
1. Nauðsynlegt er að fara út í víðtækari stefnumótun þar sem kallaðir verða til helstu hagsmunaaðilar í atvinnulífinu með svipuðum hætti og gert var í vinnunni 1999 og fjallað er nánar um í þessari skýrslu. Skilgreindir verði sameiginlegir hagsmunir og kortlagðar leiðir til að ná þeim fram. Verkefnum verði forgangsraðað eftir því hvað hagsmunaaðilar eru tilbúnir að leggja af mörkum til þeirra. Tryggt verði að verkefni séu eign tiltekinna hagsmunaaðila sem vinna þeim framgang.
2. Áfram verði til sérstakur hópur sem hafi atvinnumál sem megin viðfangsefni, hlutverk hópsins er að vera verkefnastjóra atvinnumála innan handar og leiða saman hagsmunaaðila í atvinnulífinu.
3. Verkefnastjórn atvinnumála sér helstu hlutverk AFE vera þau að sinna stærri fjárfestingarverkefnum í Eyjafirði, koma á samstarfi milli svæða auk þess að efla samstarf sitt við Akureyrarstofu og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi þegar það á við. Akureyrarstofa og AFE fari þegar í aðgerðir til að auka aðstoð við nýsköpun og frumkvöðlastarf.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar verkefnisstjórninni góða vinnu og skýrsluna þar sem teknar eru saman niðurstöður þeirrar greiningarvinnu sem stjórnin hefur staðið fyrir og er mikilvægt veganesti fyrir framhaldið. Jafnframt samþykkir stjórnin að áfram verði til verkefnisstjórn sem haldi utan um ítarlegri stefnumótun og að undirbúningur hennar hefjist nú þegar.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að fráfarandi verkefnisstjórn skipi tvo fulltrúa úr sínum hópi og að leitað verði til Háskólans á Akureyri um að skipa einn fulltrúa í nýja verkefnisstjórn sem mun annast undirbúning næsta fasa í vinnunni.