Málsnúmer 2011110096Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.
Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að nú er lagt upp með að gera samning til þriggja ára en gerir athugasemdir við fjárhæðir í þeim drögum sem fyrir liggja. Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og formanni stjórnar falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við mennta- og menningarmálaráðuneytið og halda áfram viðræðum . Að öðru leyti telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningum sem allra fyrst.