Stjórn Akureyrarstofu

105. fundur 22. september 2011 kl. 17:00 - 18:40 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarstofa - rekstraryfirlit 2011

Málsnúmer 2011040139Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um stöðu rekstrar á málaflokkum Akureyrarstofu eftir 8 mánuði.

Stjórnin þakkar framkvæmdastjóra kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2011080087Vakta málsnúmer

Ákveðinn hefur verið rammi málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2012. Kynntar voru forsendur hans og staðan á fjárhagsáætlunarvinnunni hjá stjórnendum. Vinnu áfram haldið á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að við fjárhagsáætlunargerðina verði tekjur og kostnaðarliðir brotnir niður á hvern mánuð svo betur megi fylgjast með gangi mála í rekstrinum.

3.MATUR-INN 2011 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011090113Vakta málsnúmer

Ódags. erindi frá Jóhanni Ólafi Halldórssyni f.h. sýningarinnar MATUR-INN 2011 þar sem óskað er eftir því að stjórn Akureyrarstofu styrki sýninguna vegna húsaleigu í Íþróttahöllinni, eða um kr. 460 þús.

Sýningin MATUR-INN endurspeglar norðlenska matarmenningu í víðum skilningi og telur stjórn Akureyrarstofu mikilvægt að sem flestir hafi tækifæri á að kynna sér hana. Í ljósi þess að ekki verður tekinn aðgangseyrir inn á sýninguna samþykkir stjórnin að styrkja verkefnið um kr. 200.000.

Fundi slitið - kl. 18:40.