Stjórn Akureyrarstofu

95. fundur 13. apríl 2011 kl. 08:00 - 10:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Jóhann Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071Vakta málsnúmer

Unnið að starfsáætlun og farin lokayfirferð.
Meirihluti stjórnarinnar samþykkir starfsáætlunina en felur framkvæmdastjóra að ljúka kostnaðaráætlunum fyrir einstök verkefni í henni og birta með öðru efni sem snertir stjórn Akureyrarstofu á vef bæjarins. Starfsáætlunin verður endurskoðuð a.m.k. árlega.

Jóhann Jónsson fulltrúi S-lista óskar að eftirfarandi verði bókað:

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu er margt sem samrýmst getur stefnu Samfylkingarinnar sem ég get út af fyrir sig fallist á en þar koma fyrst og fremst fram áherslur og stefnumál L-listans og ég tel því eðlilegt að sitja hjá við afgreiðsluna.

2.Náttúrugripasafn - tillaga að staðsetningu í Hrísey

Málsnúmer 2011040033Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. apríl 2011 frá Aðalsteini Bergdal þar sem hann varpar fram þeirri hugmynd að koma Náttúrugripasafni Akureyrar fyrir í Hrísey. Til stendur að koma hljóðfærasafni Gunnars Tryggvasonar fyrir á 2. hæð í húsinu Borg, en hugmynd Aðalsteins er að koma Náttúrugripasafninu fyrir á 1. hæðinni.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið þ.m.t. um kostnað við hugmyndina.

Fundi slitið - kl. 10:00.