Stjórn Akureyrarstofu

85. fundur 02. desember 2010 kl. 16:00 - 19:10 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Jón Hjaltason
  • Sigrún Stefánsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2010 - Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2010050062Vakta málsnúmer

Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri kom á fundinn og fór yfir starfsemina á árinu og sýningaráætlun fyrir árið 2011.
Hlynur Hallsson sat fundinn undir þessum lið sem fulltrúi Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna, góða yfirferð og gagnlegar umræður. Jafnframt þakkar stjórnin Hlyni fyrir góðar ábendingar og þátttöku í umræðum um sýningaráætlun fyrir næsta ár.

2.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2010

Málsnúmer 2010110047Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna í viðræðum Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um endurnýjun samningsins. Fyrir liggur að ráðuneytið er tilbúið að gera samning til þriggja ára.

3.Fjárhagsáætlun 2011 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2010100024Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2011 og viðbótarkröfur um sparnað í menningarmálum að upphæð 8 mkr. og í atvinnumálum að upphæð 1 mkr.
Ræddar hugmyndir um hvernig þessum markmiðum verður náð.

Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að útfæra þær hugmyndir og leiðir sem ræddar voru á fundinum.

4.Fjárhagsáætlun 2011 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2010100024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir menningarstofnanir fyrir árið 2011 sem taka mið af gerð fjárhagsáætlunar fyrir sama ár.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.

5.Akureyrarstofa - rekstraryfirlit 2010

Málsnúmer 2010080057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir 10 til 11 mánuði ársins.

Framkvæmdastjóra falið að fara yfir þá liði sem stefna fram úr áætlun og leiðrétta þar sem mögulegt er.

6.Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar

Málsnúmer 2009020174Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu átaksverkefna hjá stofnunum Akureyrarbæjar og hjá félagasamtökum og framhald þeirra á árinu 2011.

7.Gásakaupstaður ses - breytingar á styrktarsamningi

Málsnúmer 2008010208Vakta málsnúmer

Vegna aðhalds- og sparnaðar í rekstri hefur reynst nauðsynlegt að víkja frá áður gerðum samningi um stuðning við uppbyggingu og rekstur félagsins.
Rætt um breytingar sem nauðsynlegt er að gera á samningnum.

Framkvæmdastjóra falið að gera drög að nýjum samningi við félagið og leggja fram á næsta fundi stjórnarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:10.