Stjórn Akureyrarstofu

91. fundur 23. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:35 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Jón Hjaltason
  • Jóhann Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál

Málsnúmer 2010060120Vakta málsnúmer

Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu um vinnu sína.
Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður starfshópsins mætti á fundinn og gerði ásamt Sigmundi Ófeigssyni grein fyrir niðurstöðunum.
Meginatriði í tillögum hópsins eru:
að nauðsynlegt sé að aðkoma bæjaryfirvalda að atvinnumálum sé þverpólitísk, að atvinnustefna nái yfir meira en eitt kjörtímabil, að málaflokkurinn verði í umsjón stjórnar Akureyrarstofu og verkefnisstjóri atvinnumála staðsettur á Akureyrarstofu. Auka þarf tengsl bæjaryfirvalda við atvinnulífið og efla þarf þekkingu á atvinnulífinu á Akureyri og greina betur samsetningu þess. Hópurinn leggur til að fulltrúum í stjórn Akureyrarstofu verði fjölgað þannig að allir flokkar eigi þar fulltrúa. Viðbótarfulltrúarnir verði áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og greinargóða skýrslu. Stjórnin mun taka tillögur hópsins til umfjöllunar og frekari úrvinnslu.

Formaður vék af fundi kl. 17:15 og varaformaður tók við stjórn.

2.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071Vakta málsnúmer

Kynnt var staða í vinnu við starfsáætlun og farið yfir efnisatriði hennar. Jafnframt var kynnt nýtt form frá því sem áður var.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þau efnisatriði sem fram koma í starfsáætluninni og felur formanni og framkvæmdastjóra að ljúka við frágang hennar.

Fundi slitið - kl. 18:35.