Atvinnumál - kaup Samherja á útgerðarfyrirtækinu Brimi

Málsnúmer 2011050024

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 97. fundur - 03.05.2011

Fram hefur komið í fréttum að Samherji hefur keypt útgerðarfyrirtækið Brim og mun fyrirtækið í framtíðinni heita Útgerðarfélag Akureyringa.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi. Í sögulegu samhengi er endurvakning Útgerðarfélags Akureyringa eða ÚA hér í bæ einkar ánægjuleg og er það trú stjórnarinnar að með kaupunum standi rekstur fiskvinnslu í bænum á enn traustari grunni en áður.