Stjórn Akureyrarstofu

79. fundur 02. september 2010 kl. 16:00 - 18:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Aðalbjörg María Ólafsdóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Sigrún Stefánsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Grasrót - Iðngarðar og nýsköpun

Málsnúmer 2010040102Vakta málsnúmer

Anna Guðný Guðmundsdóttir, Georg Hollanders og Rúnar Þór Björnsson komu á fund stjórnarinnar til að ræða nýjar hygmyndir um framhald á starfsemi Grasrótar - Iðngarða.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum Grasrótar - Iðngarða fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður. Stjórnin vill skoða verkefnið með jákvæðu hugarfari en óskar eftir því að unnin verði ítarlegri rekstraráætlun fyrir verkefnið og að Vinnumálastofnun taki þessar hugmyndir til skoðunar áður en til endanlegrar afgreiðslu kemur.

2.Atvinnuátaksverkefni Vinnumálastofnunar og Akureyrarbæjar 2010

Málsnúmer 2009020174Vakta málsnúmer

Málið tekið fyrir að nýju, en staða atvinnuátaksverkefna var lögð fram til kynningar í bæjarráði 26. ágúst sl., en fjárheimild til verkefnanna er uppurin fyrir árið 2010.

Í ljósi stöðunnar telur stjórn Akureyrarstofu nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra verkefna sem eru í gangi í einu, en jafnframt mikilvægt að hætta þátttöku ekki alfarið á þessu ári. Með hliðsjón af því óskar stjórnin eftir að bæjarráð bæti 10 mkr. við fjárheimildir atvinnuátaksverkefna á þessu ári þar af 4 mkr. vegna þeirra verkefna sem þegar eru í vinnslu og 6 mkr. til nýrra verkefna til áramóta.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 18:15.