Stjórn Akureyrarstofu

288. fundur 07. nóvember 2019 kl. 14:00 - 16:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Kristján Blær Sigurðsson
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019110020Vakta málsnúmer

Ársskýrsla og ársreikningur MAk fyrir starfsárið 2018 - 2019 lögð fram til kynningar. Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.

2.Beiðni um kaup á tækjabúnaði fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi

Málsnúmer 2019090403Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2019 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær kaupi tækjabúnað fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptur verði grunntækjabúnaður fyrir veitingarekstur í Hofi.

Kristján Blær Sigurðsson fulltrúi D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

3.Menningarfélag Akureyrar - beiðni um kaup á búnaði

Málsnúmer 2016110028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2019 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk og Preben Jóni Péturssyni stjórnarformanni MAk þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær setji fjármagn í að endurnýja tækjabúnað í Hofi og Samkomuhúsinu.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að sett verði fjármagn í að endurnýja hljóð- og ljósakerfi í Hofi og Samkomuhúsinu að upphæð kr. 61.000.000 á árinu 2020.



4.Menningarhúsið Hof - 10 ára afmæli 2020

Málsnúmer 2019110062Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og deildarstjóri hafa að beiðni fulltrúa Menningarfélags Akureyrar átt fund með þeim um afmælið á næsta ári þar sem ýmsar hugmyndir um hvað mætti gera til hátíðarbrigða hafa verið ræddar. Niðurstaðan er að leggja til við stjórn Akureyrarstofu að skipuð verði afmælisnefnd í samstarfi við stjórn MAk. Nefndin leggi fram tillögur um hvernig þessum tímamótum verði fagnað.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar hugmyndinni og felur deildarstjóra að vinna hana áfram.

5.Sigurhæðir

Málsnúmer 2019090404Vakta málsnúmer

Auglýsing þar sem kallað verður eftir hugmyndum um notkun og rekstur Sigurhæða lögð fram sbr. bókun frá síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 24. október sl.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir auglýsinguna og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að koma henni á framfæri.

6.Deiglan í Listagili - sala/leiga húsnæðis

Málsnúmer 2019090533Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal kannað með sölu eða leigu á húsnæði Deiglunnar. Málið var til umræðu á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 10. október sl. og þá var starfsmönnum falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að ganga til samninga við Gilfélagið um mögulega leigu á húsnæðinu.

7.Barnamenningarhátið á Akureyri

Málsnúmer 2019030063Vakta málsnúmer

Lagðar fram til samþykktar breytingar á verklagsreglum barnamenningarhátíðar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingar á verklagsreglum.

8.Ný samþykkt fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Málsnúmer 2019110021Vakta málsnúmer

Hljómsveitarráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur að undanförnu unnið að tillögu um gagngerar breytingar á skipulagsskrá hljómsveitarinnar í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu. Er það gert í því ljósi að öll ábyrgð og ákvarðanir vegna reksturs og starfsemi SN hefur flust til stjórnar Menningarfélags Akureyrar og þar af leiðandi breytist hlutverk sjálfseignarstofnunarinnar og hljómsveitarráðs. Breytingarnar fela m.a. í sér að hljómsveitarráð verður listráð og hlutverk þess fyrst og fremst að vera tónlistarstjóra SN til ráðgjafar í verkefnavali, að standa vörð um sögu og vörumerki SN, að skipa einn fulltrúa í stjórn MAk og vinna að því að koma á hollvinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samþykkt fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

9.Úrbótaáætlun Héraðsskjalasafnsins

Málsnúmer 2019110022Vakta málsnúmer

Í desember 2018 fengu rekstraraðilar Héraðsskjalasafnsins á Akureyri (HérAk) sendar tvær skýrslur frá Þjóðskjalasafni Íslands (ÞÍ) sem annars vegar snerta starfsemi héraðsskjalasafna á Íslandi almennt og hins vegar skýrslu um úttekt á rekstri Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Báðar byggja á rafrænni könnun sem gerð var í ársbyrjun 2017 og svörin byggja því á starfseminni eins og hún var í árslok 2016.



Héraðsskjalavörður hefur tekið saman greinargerð um viðbrögð við þeim atriðum sem talin eru mega betur fara en jafnframt áréttað að ekki liggi ljóst fyrir þau séu öll á ábyrgð héraðsskjalasafna. Greinargerðin lögð fram til kynningar og samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu staðfestir úrbótaáætlunina fyrir sitt leyti. Ljóst er að starfsemi safnsins gengur í aðalatriðum vel og auðvelt að koma til móts við flestar ábendingar.



Eitt af því sem er til umræðu í úrbótaáætluninni er móttaka rafrænna gagna. Það verkefni verður að teljast ófrágengið mál á landsvísu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort það verður leyst miðlægt fyrir allt landið eða sérstaklega á héraðsskjalasöfnum víðsvegar.



Það er eðli tækninnar að baki rafrænna gagna að hún úreldist og breytist hratt, flókið getur reynst að tryggja aðgengileika og sum gögn eru þess eðlis að ekki er nægilegt að breyta þeim í myndrænt form. Það er jafnframt höfuðkostur við gögn sem eru rafræn eða verið komið á rafrænt form að þau má nálgast hvaðan sem er.



Það er því ljóst að margir kostir hjóta að vera við það að sérhæfð móttaka rafrænna gagna verði sett upp miðlægt á Íslandi. Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að beina því til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands að kannaðir verði kostir þess að setja upp miðlægt móttökuverkstæði rafrænna gagna fyrir Ísland allt á Akureyri þar sem bæði verði byggð upp sérhæfð þekking og tækni. Með því er jafnframt stuðlað að því markmiði að byggja upp opinbera þekkingu, störf og þjónustu á landsbyggðinni.

10.Umsókn um styrk til að lagfæra göngustíg upp á Súlur við Akureyri

Málsnúmer 2019110023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2019 frá Ingvari Teitssyni formanni Gönguleiðanefndar FFA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að gera nýjar mýrarbrýr á gönguleiðinni upp á Súlur.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk til Ferðafélags Akureyrar að upphæð kr. 200.000.

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 eru markmið og verkefni um bættar og samræmdar merkingar á göngu- og hjólaleiðum á Akureyri. Stjórnin felur starfsmönnum Akureyrarstofu að taka upp viðræður við Ferðafélag Akureyrar og aðra hagsmunaaðila um þessi verkefni.

11.Stuðningur við handverksfólk

Málsnúmer 2019100218Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 17. október var 2. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 10. október vísað til stjórnar Akureyrarstofu.

Þórunn Pálma Aðalsteinsdóttir kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Leggur til að Akureyrarbær styðji betur við handverksfólk á svæðinu. Til dæmis með vettvangi á borð við jólamarkað þar sem fólk getur selt sínar vörur. Bærinn gæti annað hvort lagt til húsnæði eða veitt fjárhagslegan stuðning vegna leigukostnaðar.

Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að ræða við bréfritara.

12.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

13.Fundargerðir AFE

Málsnúmer 2019040049Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar AFE nr. 238 og nr. 239 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.