Hljómsveitarráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur að undanförnu unnið að tillögu um gagngerar breytingar á skipulagsskrá hljómsveitarinnar í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu. Er það gert í því ljósi að öll ábyrgð og ákvarðanir vegna reksturs og starfsemi SN hefur flust til stjórnar Menningarfélags Akureyrar og þar af leiðandi breytist hlutverk sjálfseignarstofnunarinnar og hljómsveitarráðs. Breytingarnar fela m.a. í sér að hljómsveitarráð verður listráð og hlutverk þess fyrst og fremst að vera tónlistarstjóra SN til ráðgjafar í verkefnavali, að standa vörð um sögu og vörumerki SN, að skipa einn fulltrúa í stjórn MAk og vinna að því að koma á hollvinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.