Stjórn Akureyrarstofu

234. fundur 22. júní 2017 kl. 16:15 - 18:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Guðmundur Ármann Sigurjónsson V-lista sat fundinn í forföllum Hildar Friðriksdóttur.
Eva Dögg Fjölnisdóttir Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka inn á fundinn dagskrárliðinn Íslensku sumarleikarnir 2017 - styrkbeiðni sem 7. lið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Ungmennafélag Akureyar - Akureyrarhlaup

Málsnúmer 2014060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2017 frá Söru Dögg Pétursdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir styrk vegna Akureyrarhlaupsins 6. júlí 2017.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 vegna markaðsmála fyrir hlaupið.

2.Hríseyjarhátíð - styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 2017050096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2017 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur f.h. undirbúningsnefndar Hríseyjarhátíðar þar sem óskað er eftir styrk v/ hátíðarinnar sem fer fram 7.- 9. júlí nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir veita styrk að upphæð kr. 300.000 vegna Hríseyjarhátíðar 2017.

3.Afnot af Friðbjarnarhúsi fyrir leikfangasýningu

Málsnúmer 2015100043Vakta málsnúmer

Umsókn Guðbjargar Ringsted um áframhaldandi afnot af Friðbjarnarhúsi fyrir leikfangasafn.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að Friðbjarnarhús verði áfram til afnota fyrir leikfangasafn. Samkvæmt viðmiðunarreglum um afnot af húsinu samþykkir stjórnin að gerður verði samningur til allt að fjögurra ára.

4.Akureyrarkirkja - móttaka ferðamanna - styrkbeiðnir 2015-2020

Málsnúmer 2015050018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2017 frá Svavari Alfreð Jónssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Ólafi Rúnari Ólafssyni formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir stuðningi til að hægt sé að annast móttöku ferðamanna og leiðsögn um kirkjuna yfir sumarmánuðina.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2018

Málsnúmer 2017060006Vakta málsnúmer

Umræða um starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2018.

Lögð fram drög að starfsáætlun vegna þeirra málaflokka sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

6.Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247Vakta málsnúmer

Þrír lýstu yfir áhuga á að leigja. Ein frá einkaaðila sem vill leigja húsið sem íbúðarhús og tvær sem ganga út á menningar- og listastarfsemi.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram og ljúka því.

7.Íslensku sumarleikarnir 2017 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017060153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 frá Davíð Rúnar Gunnarssyni f.h. Viðburðastofu Norðurlands þar sem óskað er eftir stuðningi við að upphæð kr. 1.800 þúsund við Íslensku sumarleikana sem haldnir verða um komandi Verslunarmannahelgi. Jafnframt er óskað eftir því að gerður verði 3ja ára samningur um stuðning við hátíðina.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja Íslensku sumarleikana um kr. 1.800.000 vegna ársins 2017. Skoðað verður að leikunum loknum hvort gengið verður til samninga um leikana til lengri tíma.

Fundi slitið - kl. 18:50.