Stjórn Akureyrarstofu

228. fundur 23. mars 2017 kl. 16:15 - 18:57 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2017030294Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri brothættra byggða mætti á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Helgu Írisi fyrir greinargóða kynningu og gagnlegar umræður.

2.Akureyrarstofa - atvinnumál

Málsnúmer 2017010556Vakta málsnúmer

Umræða um atvinnumál og verkaskiptingu milli Akureyrarstofu og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Lagðar fram upplýsingar um stöðu fjárhagsáætlunar í atvinnutengdum verkefnum. Jafnframt voru lagðir fram til kynningar samningar sem tengjast Frumkvöðlasetri sem komið verður á laggirnar nú á vordögum.
Sviðsstjóra og deildarstjóra Akureyrarstofu falið að ræða við framkvæmdatjóra AFE um verkefni og verkaskipti þessara aðila.

3.Húsverndarsjóður 2017

Málsnúmer 2017010110Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur faghóps að viðurkenningum Húsverndarsjóðs fyrir endurbætur á eldri húsum og fyrir byggingarlist.

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur faghópsins um hvaða byggingar hljóta viðurkenningarnar. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

4.Heiðursviðurkenningar 2017 - Menningarsjóður Akureyrar

Málsnúmer 2017030208Vakta málsnúmer

Farið yfir hugmyndir og tillögur um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs árið 2017. Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða sat fundinn undir þessum lið.
Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

5.Skáldahúsin á Akureyri - samningar og rekstur 2016

Málsnúmer 2016100062Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi við Minjasafnið á Akureyri vegna reksturs skáldahúsanna Nonnahúss, Sigurhæða og Davíðshúss. Til skoðunar er að Sigurhæðir verði gerð að rithöfunda- og fræðimannaíbúð.
Deildarstjóra Akureyrarstofu falið að vinna áfram að málinu.

6.Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 16. mars sl. var samþykkt tillaga að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.
Lagt fram til kynningar.

7.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skipurit fyrir sviðið ásamt starfslýsingum fyrir deildarstjóra sviðsins.

Fundi slitið - kl. 18:57.