Stjórn Akureyrarstofu

224. fundur 31. janúar 2017 kl. 16:15 - 17:55 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Ármann Sigurjónsson
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá
Guðmundur Ármann Sigurjónsson V-lista mætti í forföllum Hildar Friðriksdóttur.

1.Akureyrarstofa - atvinnumál

Málsnúmer 2017010556Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag og verkaskipti í atvinnumálum eftir að atvinnumálanefnd hefur hætt störfum.

Matthías Rögnvaldsson fyrrverandi formaður nefndarinnar mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu helstu verkefna og þau áform sem uppi eru. Bar þar einna hæst Atvinnu- og nýsköpunarhelgin þann 3.- 5. febrúar nk., norðurslóðamál, frumkvöðlasetur sem er í burðarliðnum og áframhald verkefnisins Brothættar byggðir sem er í fullum gangi. Vinnu og umræðum verður haldið áfram á næstu fundum stjórnarinnar.

2.Listasumar og Akureyrarvaka 2017

Málsnúmer 2017010278Vakta málsnúmer

Áfram haldið umræðu um þróun hátíðanna og mögulegar breytingar á Listasumri. Greint frá umræðum og skoðanaskiptum sem fram fóru á opnum fundi um málið í Ketilhúsinu þann 30. janúar sl.

Vinnu haldið áfram á næsta fundi stjórnarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:55.