Stjórn Akureyrarstofu

217. fundur 27. október 2016 kl. 16:15 - 18:25 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá

Eva Dögg Fjölnisdóttir Æ-lista boðaði forföll og varamaður hennar mætti ekki.

1.Listasafnið á Akureyri - sýningaráætlun 2017

Málsnúmer 2016100164Vakta málsnúmer

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri kom á fundinn og fór yfir sýningaráætlun ársins 2017. Jafnframt var rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við safnið.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með sýningaráætlunina og þakkar Hlyni fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

2.Starfsáætlun 2017 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2016100163Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að nýrri starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2017.

3.Friðbjarnarhús - samningur 2016

Málsnúmer 2016010185Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um starfsemi Leikfangasýningarinnar í Friðbjarnarhúsi sem hefur verið starfrækt þar síðan í júlí 2010.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar greinargóðar upplýsingar um starfsemina lýsir yfir ánægju með blómlegt starf.

4.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2016

Málsnúmer 2016010050Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur sem undirritaður var af menntamálaráðherra og bæjarstjóranum á Akureyri þann 26. október sl. Um er að ræða endurnýjun eldri samnings en menningarsamstarfið teygir sig allt aftur til ársins 1997. Samningurinn nær til yfirstandandi árs og ársins 2017. Meginmarkmið með samningnum er að efla hlutverk Akureyrar sem miðju utan höfuðborgarsvæðisins í lista- og menningarlífi á Íslandi og stuðla að auknu atvinnustarfi í listum á Akureyri. Þetta er gert með stuðningi við meginstofnanir á sviði leiklistar, myndlistar og tónlistar. Samningurinn nær til reksturs Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs, en Menningarfélag Akureyrar hefur rekstur þeirra með höndum um þessar mundir, og einnig nær samningurinn til reksturs Listasafnsins á Akureyri. Fjárveitingar ríkisins til samningsins hækka úr 138 mkr. árið 2015 í 168 mkr. árið 2016. Á seinna ári hans hækkar framlagið sem nemur áætlaðri hækkun verðlags og verður 172,2 mkr. árið 2017.
Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:25.