Stjórn Akureyrarstofu

211. fundur 13. júní 2016 kl. 16:15 - 18:01 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Ármann Sigurjónsson
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá
Hildur Friðriksdóttir V-lista boðaði forföll og mætti Guðmundur Ármann Sigurjónsson í hennar stað.
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista boðaði forföll og mætti Silja Dögg Baldursdóttir í hennar stað.

1.Breytingar á rekstri á húseignum sem tilheyra rekstri framkvæmdadeildar

Málsnúmer 2016030133Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð hefur óskað eftir áliti stjórnar Akureyrarstofu á því að almenningssalernum undir kirkjutröppunum verið lokað.
Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við að almenningssalernunum verði lokað enda sé notkun þeirra ekki mikil. Stjórnin mælir með að haft verði samráð við hagsmunaaðila á miðbæjarsvæðinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

2.Upplýsingamiðstöð ferðamanna - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 2016060077Vakta málsnúmer

Nú er í undirbúningi þarfagreining vegna nýrrar umferðamiðstöðvar sem gert er ráð fyrir í nýju miðbæjarskipulagi. Eitt af því sem komið hefur til umræðu í tengslum við þá vinnu er framtíðarstaðsetning upplýsingamiðstöðvarinnar sem nú er í Hofi.
Lagt fram til kynningar.

3.NOVU 2016 - norrænt vinabæjamót ungmenna í júní á Akureyri

Málsnúmer 2016010136Vakta málsnúmer

Farið yfir dagskrá og undirbúning vegna vinabæjamótsins.

4.Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247Vakta málsnúmer

Núverandi leigutakar hafa óskað eftir framlengingu á leigusamningi um Laxdalshús.
Stjórn Akureyrarstofu heimilar framkvæmdastjóra að framlengja fyrirliggjandi samning til eins árs eða 30. apríl 2017.

Fundi slitið - kl. 18:01.