Skólanefnd

22. fundur 10. nóvember 2014 kl. 14:00 - 17:05 Naustaskóli
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Formaður byrjaði fundinn á því að bjóða Soffíu Vagnsdóttur fræðslustjóra og Guðrúnu Ásbjörgu Stefánsdóttur áheyrnarfulltrúa foreldra leikskólabarna velkomnar á sinn fyrsta formlega fund í skólanefnd.

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Skólanefnd heimsótti Naustaskóla og leikskólann Naustatjörn. Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjóri Naustaskóla, Ágúst Jakobsson og skólastjóri Naustatjarnar, Jónína Hauksdóttir.

Skólanefnd þakkar Ágústi og Jónínu fyrir góða og upplýsandi kynningu á skólastarfinu.

2.Þriggja ára áætlun fræðslumála 2016-2018

Málsnúmer 2014100079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að þriggja ára áætlun fyrir málaflokkinn fræðslumál.

Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Skólavogin

Málsnúmer 2014110042Vakta málsnúmer

Á fundinum var Skólavogin kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:05.