Skólanefnd

6. fundur 17. mars 2014 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • fulltrúi skólastjóra
  • Jón Aðalsteinn Brynjólfsson fulltrúi grunnskólakennara
  • Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Kristlaug Þ Svavarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Gunnar Gíslason fræðslustjóri
Dagskrá

1.PISA 2012

Málsnúmer 2013120093Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð skýrsla um "Læsi á stærðfræði, viðhorf, námsvenjur og kennsluhættir í grunnskólum á Akureyri, samkvæmt PISA 2012." Skýrslan er unnin fyrir skóladeild Akureyrarbæjar og er höfundur hennar Almar Miðvík Halldórsson.

Lagt fram til kynningar og fræðslustjóra falið að skipuleggja kynningarfund með Almari Miðvík Halldórssyni fyrir aðila skólasamfélagsins.

2.Samtaka - svæðisráð foreldra - beiðni um fjárstuðning við námskeiðshald

Málsnúmer 2014010103Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð drög að samningi milli skóladeildar Akureyrarbæjar og Samtaka - svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að ljúka gerð samnings í samræmi við umræður á fundinum og að samningsupphæðin verði kr. 250.000.

Anna Sjöfn Jónasdóttir L-lista mætti á fundinn kl. 14:40.

3.Samningur um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2014030103Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar um skólavist utan lögheimilssveitarfélags.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.

4.Tímaúthlutun til kennslu 2014-2015

Málsnúmer 2014030100Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns milli grunnskóla, til almennrar kennslu og sérkennslu, fyrir skólaárið 2014-2015.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

5.Starfsáætlanir grunnskóla 2014-2015

Málsnúmer 2014030106Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. mars 2014 frá skólastjóra Giljaskóla. Þar er óskað eftir vilyrði skólanefndar fyrir því að skólaslit verði 5. júní 2015 og þar með verði skólaslitadagur tvöfaldur dagur sem bætist við þá tvo tvöföldu daga sem eru í kringum árshátíð skólans.

Skólanefnd samþykkir erindið.

6.Viðurkenningar skólanefndar 2014

Málsnúmer 2014030102Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá að tilnefna fulltrúa skólanefndar í valnefnd vegna viðurkenninga skólanefndar árið 2014.

Skólanefnd samþykkir að skipa Helga Vilberg Hermannsson sem fulltrúa sinn í valnefndina.

7.Staða skólastjóra Grímseyjarskóla

Málsnúmer 2014030104Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. mars 2014 frá Huldu Signýju Gylfadóttur skólastjóra Grímseyjarskóla, þar sem hún segir stöðu sinni lausri frá og með 1. ágúst 2014.

Skólanefnd þakkar Huldu Signýju vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

8.Staða skólastjóra Síðuskóla

Málsnúmer 2014030099Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. mars 2014 þar sem Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla segir upp stöðu sinni frá og með 1. október 2014.

Skólanefnd þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

9.Ársskýrsla skóladeildar 2013

Málsnúmer 2014030101Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð til kynningar, Ársskýrsla skóladeildar 2013.

Fundi slitið - kl. 16:30.