Málsnúmer 2013100196Vakta málsnúmer
Skólaskýrsla 2013 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2012 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er. Tölulegar upplýsingar ná til málaflokkanna á landsvísu en einnig eru þeim gerð skil eftir landshlutum og eru að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.
Farið var yfir helstu atriði skýrslunnar, en kjörnir fulltrúar fengu afhent eintak á fundinum.