Málsnúmer 2013040005Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 24. september 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem eftirfarandi kemur fram:
Í mars 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent Gallup ehf að gera könnun meðal sveitarstjórna um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Könnunin var liður í þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir og kannanir í leik- og grunnskólum á tímabilinu 2013-2015 en einnig hluti af lögboðnu eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins skv. 4. og 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 3. og 20. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla. Þrátt fyrir endurteknar ítrekanir af hálfu bæði Capacent Gallup og ráðuneytisins svöruðu einungis 59 sveitarfélög af 74 umræddri könnun. Niðurstöður könnunar liggja fyrir og fylgja hér með í viðhengi. Þær verða birtar á vef ráðuneytisins.