Skólanefnd

15. fundur 16. september 2013 kl. 14:00 - 16:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013080061Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir stöðuna við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2014.

2.Umferðarfræðsla fyrir yngsta stig grunnskóla - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013080194Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 22. ágúst 2013 frá Önnu Bergljótu Thorarensen, þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarkaupstað að upphæð kr. 350.000 til að fræða yngstu nemendur í Akureyrarkaupstað um hætturnar sem leynast í umferðinni.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.

3.Langtímaáætlun - fræðslumál

Málsnúmer 2013020252Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir langtímaáætlun skólanefndar og sérstaklega horft til málefna grunnskólanna.

Fundi slitið - kl. 16:40.