Skólanefnd

6. fundur 18. mars 2013 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Jóhannesdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Lilja Þorkelsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
  • Heimir Eggerz Jóhannsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • varamaður foreldra leikskólabarna
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson fræðslustjóri
Dagskrá
Sigríður María Hammer L-lista boðaði forföll og Tryggvi Þór Gunnarsson mætti í hennar stað.
Kristlaug Svavarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra boðaði forföll.
Íris Björk Árnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna boðaði forföll og Kristjana I. Gunnarsdóttir mætti í hennar stað.
Árni Konráð Bjarnason

1.Heimgreiðslur til foreldra

Málsnúmer 2013030105Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Agnesi Hörpu Jósavinsdóttur í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013 um hvort bæjaryfirvöld gætu hugsað sér að bjóða upp á heimgreiðslur til foreldra í stað greiðslu til dagforeldra, eða bjóða upp á hvort tveggja.

Skólanefnd hefur ekki í hyggju að bjóða upp á þennan valmöguleika.

Skólanefnd þakkar Agnesi fyrir erindið.

2.Leikskólar - opnunartími

Málsnúmer 2013020191Vakta málsnúmer

Birna Stefánsdóttir hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Er ósátt við opnunartíma leikskóla. Er nýflutt í bæinn og segir opnunartíma henta afar illa fyrir fólk í fullu starfi. Spurðist fyrir um kostnað við aukatíma og er tilbúin að greiða hærra gjald fyrir lengri opnun.

Skólanefnd þakkar Birnu fyrir erindið.

Ákvörðun um opnunartíma er í höndum hvers leikskólastjóra og vísar skólanefnd erindinu á viðkomandi skólastjóra.

3.Lundarskóli - beiðni um skápa fyrir nemendur á unglingastigi

Málsnúmer 2013030046Vakta málsnúmer

Beiðni frá nemendum á unglingastigi Lundarskóla um að settir verði skápar í skólann þar sem hver nemandi getur geymt töskur og annað í læstri hirslu.

Skólanefnd þakkar nemendum á unglingastigi í Lundarskóla fyrir erindið.

Skólastjóra Lundarskóla er falið að svara erindinu.

4.Naustaskóli og Naustatjörn - bílastæðamál

Málsnúmer 2013030106Vakta málsnúmer

Stjórnendur Naustaskóla og Naustatjarnar óska eftir að skólanefnd taki til skoðunar og umræðu bílastæða- og aðgengismál við Naustaskóla og veiti aðstoð við að leita lausna á því ófremdarástandi sem er við stofnunina í þessum málum, en jafnframt tengist málið Naustatjörn þar sem stofnanirnar samnýta húsnæði að hluta.

Skólanefnd tekur heilshugar undir áhyggjur skólastjórnenda Naustaskóla og Naustatjarnar vegna bílastæða- og aðgengismála við skólana.

Formanni skólanefndar er falið að vinna áfram að málinu.

5.Skólavogin - kynning

Málsnúmer 2011020093Vakta málsnúmer

Kynning á Skólavoginni sem hefur að geyma samanburð á viðhorfi nemenda, foreldra og kennara í grunnskólum, árangur nemenda og ýmsar rekstrarupplýsingar.
Málið lagt fram til kynningar.

 

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 14:52.

Fundi slitið - kl. 16:00.