Skólanefnd

5. fundur 04. mars 2013 kl. 14:00 - 15:55 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Birna Óladóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi D-lista boðaði forföll en í hans stað kom Sigrún Birna Óladóttir.

Sæunn Gunnarsdóttir S-lista mætti til fundar kl. 14:15.

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - úttekt á starfi leikskóla

Málsnúmer 2012121107Vakta málsnúmer

Svar Námsmatsstofnunar við umsókn Akureyrarkaupstaðar á leikskólanum Tröllaborgum haustið 2013.

Námsmatsstofnun hefur ákveðið að fram fari ytra mat á starfi Tröllaborga á tímabilinu september til nóvember 2013.

2.Uppbyggingarstefnan - styrkbeiðni vegna námskeiðs fyrir verkefnisstjóra í Uppbyggingu

Málsnúmer 2013020244Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni frá Rut Indriðadóttur vegna námskeiðs um Uppbyggingarstefnuna.

Erindinu er hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum á fjárhagsáætlun ársins 2013.

Skólanefnd þakkar Rut fyrir erindið.

3.Styrkbeiðni vegna stofnunar ungbarnaleikskóla

Málsnúmer 2013020290Vakta málsnúmer

Beiðni frá Ásdísi Hrönn Guðmundsdóttir skv. bréfi dags. 25. febrúar 2013 um styrk eða samvinnu við Akureyrarkaupstað um stofnun ungbarnaleikskóla.

Skólanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. Í starfsáætlun nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir stofnun ungbarnaleikskóla á Akureyri fram til ársins 2014.

Skólanefnd þakkar Ásdísi fyrir erindið.

Jafnframt óskar skólanefnd eftir því að skóladeild leggi fram greinargerð um hugsanlega stofnun og rekstur ungbarnaleikskóla á Akureyri.

4.Legó-lið Naustaskóla - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013020274Vakta málsnúmer

Beiðni frá Naustaskóla um styrk vegna þátttöku Legó-liðs skólans í Evrópumótinu First Lego sem haldið verður í Paderborn í Þýskalandi 7.- 9. maí 2013.

Erindinu er hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum á fjárhagsáætlun ársins 2013.

Skólanefnd þakkar Naustaskóla fyrir erindið.

5.Jákvæður agi - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013020243Vakta málsnúmer

Beiðni um styrk vegna menntunar kennara í verkefninu Jákvæður agi.

Erindinu er hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum á fjárhagsáætlun ársins 2013.

Skólanefnd þakkar Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla og Iðavelli fyrir erindið.

6.Heimsóknir grunnskóla á Akureyri í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2013020196Vakta málsnúmer

Í bókun íþróttaráðs þann 21. febrúar 2013 er samþykkt að bjóða grunnskólum á Akureyri á skíði í Hlíðarfjalli veturinn 2013. Íþróttaráð samþykkir jafnframt að skipaður skuli vinnuhópur sem hefur það hlutverk að ákveða kostnaðarskiptingu milli aðila vegna útivistardaga grunnskólanna í Hlíðarfjalli. Skal hópurinn skila af sér tillögu fyrir 1. maí 2013. Lagt er til að skólanefnd skipi einn fulltrúa í vinnuhópinn. Forstöðumaður íþróttamála og fræðslustjóri skulu vinna með vinnuhópnum.

Skólanefnd fagnar því að íþróttaráð bjóði grunnskólabörnum Akureyrarkaupstaðar á skíði í Hlíðarfjalli veturinn 2013. Skólanefnd skipar Önnu Sjöfn Jónasdóttur L-lista sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhópnum.

7.Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013010191Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rekstrarstaða fræðslumála 31. janúar 2013.

8.Áfengisveitingar og neysla áfengis í skólahúsnæði Akureyrarkaupstaðar utan skólatíma

Málsnúmer 2013020291Vakta málsnúmer

Í erindi dags. 27. febrúar 2013 óskar fræðslustjóri eftir að skólanefnd taki afstöðu til þess hvort veita megi áfengi í skólahúsnæði Akureyrarkaupstaðar utan skólatíma.

Skólanefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Fundi slitið - kl. 15:55.