Skólanefnd

18. fundur 19. nóvember 2012 kl. 14:00 - 15:51 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Valdís Anna Jónsdóttir
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - gjaldskrá

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gjaldskrá fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2013 og samanburður við önnur sveitarfélög.

2.Leikskólinn Iðavöllur - úttekt á skólastarfi

Málsnúmer 2010030057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 12. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna úttektar á skólastarfi Iðavallar.

Málinu frestað til næsta fundar.

3.Sameining leikskóla - Pálmholt/Flúðir og Holtakot/Síðusel

Málsnúmer 2012050019Vakta málsnúmer

Tillögur að nýjum nöfnum á sameinaða leikskóla á Flúðum/Pálmholti og Holtakoti/Síðuseli.
Erindi barst frá skólastjórum Flúða/Pálmholts og Holtakots/Síðusels með tillögum að nöfnum á sameinaða leikskóla. Nafnanefnd Akureyrarkaupstaðar hefur lýst yfir samþykki sínu með nöfnin sem gerð er tillaga um.

Skólanefnd samþykkir samhljóða að nafn á sameinaðan leikskóla Pálmholts og Flúða verði Pálmholt.

Jafnframt samþykkir skólanefnd samhljóða að nafn á sameinaðan leikskóla Holtakots og Síðusels verði Hulduheimar.

Skólanefnd þakkar öllum þeim aðilum sem að málinu komu.

4.Skólaskýrsla - 2012

Málsnúmer 2012110030Vakta málsnúmer

Út er komin skólaskýrsla 2012 sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. Þar er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um leik-, grunn- og tónlistarskóla í sveitarfélögum.
Skólaskýrslan var lögð fram til kynningar.

5.Tónlistarskólinn - ýmis mál

Málsnúmer 2012020254Vakta málsnúmer

Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og Kolbrún Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu stöðu mála í skólanum.

Skólanefnd þakkar þeim fyrir greinargott erindi.

Fundi slitið - kl. 15:51.