Skólanefnd

3. fundur 06. febrúar 2012 kl. 14:00 - 16:25 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson varaformaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Tónlistarskólinn á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samstarf vegna tónleika

Málsnúmer 2012020013Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. febrúar 2012 frá Mögnu Guðmundsdóttur f.h. Tónlistarskólans á Akureyri varðandi samstarf Tónlistarskólans og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands vegna tónleika 5. maí 2012. Magna Guðmundsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu. Þar er óskað eftir styrk að upphæð kr. 400.000 til þess að geta staðið undir launakostnaði við verkefnið. Þá er óskað eftir því að þetta samstarf verði formgert sem árviss viðburður.

Skólanefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir nánari upplýsingum um áætlaðan kostnað við verkefnið.

2.Hatursáróður

Málsnúmer 2012020038Vakta málsnúmer

Að ósk Loga Más Einarssonar S-lista voru tekin til umræðu ummæli á opinberum vettvangi um samkynhneigð og viðbrögð við þeim ummælum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaður Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Logi Már Einarsson lagði fram bókun sem var færð í trúnaðarbók.

3.Dagur leikskólans 2012

Málsnúmer 2012010324Vakta málsnúmer

Erindi dags. 24. janúar 2012 frá Björk Ólafsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem minnt er á Dag leikskólans sem verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í fimmta sinn mánudaginn 6. febrúar 2012.
Þá var einnig lögð fram dagskrá leikskólanna á Akureyri þennan dag en hún er mjög fjölbreytt. Þá var skólanefnd afhent veggspjald með upplýsingum um "Dag leikskólans".

Skólanefnd óskar leikskólastarfsmönnum, börnum og foreldrum til hamingju með daginn.

4.Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2011

Málsnúmer 2011050064Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt til kynningar bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2011 með skýringum.
Jóhanna María Agnarsson vék af fundi kl. 15:55.

5.Leikskólinn Sunnuból - skipulagsdagur 2012

Málsnúmer 2012020018Vakta málsnúmer

Erindi dags. 25. janúar 2012 frá Kristínu Sigurðardóttur leikskólastjóra, f.h. starfsfólks Sunnubóls þar sem sótt er um heimild til að færa áætlaðan skipulagsdag leikskólans þann 6. febrúar 2012 til 18. apríl 2012 vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsfólks til London 18.- 20. apríl nk.

Skólanefnd samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 16:25.