Málsnúmer 2011090069Vakta málsnúmer
Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir því að tekin væri umræða í nefndinni um áhrif gjaldskrárhækkana í leikskólum og grunnskólum sem samþykktar hafa verið í fjárhagsáætlun 2012. Þá óskaði hann eftir umræðu um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á matarmálum skólanna. Logi lýsti yfir miklum áhyggjum af því hvaða afleiðingar þessar hækkanir og breytingar geti haft fyrir börn og fjölskyldur í bænum.
Á fundinum voru einnig lögð fram gögn sem sýna samanburð á gjaldskrám Akureyrarbæjar við gjaldskrár nokkurra stórra sveitarfélaga.
Skólanefnd samþykkir að halda umræðum um þessi mál áfram eftir áramót.