Skólanefnd

27. fundur 03. október 2011 kl. 14:00 - 16:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2011090069Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð fyrstu drög að fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2012 til kynningar og umræðu.

2.Grunnskólar Akureyrar - fyrirspurn vegna list- og verkgreina

Málsnúmer 2011020009Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð samantekt á svörum skólastjóra grunnskóla Akureyrar um stöðu list- og verkgreina í grunnskólunum, hvernig kennsla í þessum greinum falli að aðalnámskrá og hvort markmiðum aðalnámskrár sé náð.

Skólanefnd þakkar fyrir svör skólastjóranna og samantektina.

Logi Már Einarsson S-lista yfirgaf fundinn kl. 16:15.

3.Skólavogin - kynning

Málsnúmer 2011020093Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 28. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nokkur sveitarfélög hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga en eigi erfitt með að taka endanlega afstöðu um þátttöku án þess að vita hvaða sveitarfélög ætli að taka þátt í verkefninu og hve mörg.

Af því tilefni er því komið á framfæri að ákvörðun um þátttöku í Skólavoginni má færa í búning viljayfirlýsingar þar sem kemur fram að sveitarfélagið vilji gjarna taka þátt í verkefninu með ákveðnum fyrirvara. Einn fyrirvari gæti verið sá að sveitarfélagið muni taka þátt að því gefnu að a.m.k 60% sveitarfélaga taki þátt og kostnaður vegna verkefnis verði í samræmi við það.

Skólanefnd lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu.

4.Endurskoðun jafnréttisstefnu 2011

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 12. september 2011 samþykkti skólanefnd að fela fræðslustjóra og jafnréttisfulltrúa að koma með tillögu að framkvæmd verkefnis sem snýr að leik- og grunnskólum í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar svo:
"Menntun og skólastarf.
Í nýjum námskrám fyrir leikskóla og grunnskóla er jafnrétti skilgreint sem einn þeirra grunnþátta sem menntun skal byggja á. Jafnrétti skal því birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skóla. Leikskólar og grunnskólar bæjarins hafa sett sér jafnréttisáætlanir þar sem kveðið er á um jafnrétti í skólastarfi.
Verkefni: Leikskólar og grunnskólar skulu vinna að jafnréttismálum í samræmi við lög og reglugerðir. Jafnréttisáætlanir skulu endurskoðaðar reglulega. Settur verður á laggirnar vinnuhópur sem hefur það verkefni að skilgreina þau viðmið sem nota skal við mat á stöðu jafnréttismála í skólunum sem og hvernig standa skuli að mati.
Ábyrgð: Skólastjórar, fræðslustjóri.
Áfangar: Vinnuhópur skal ljúka störfum í lok maí 2012. Í sjálfsmatsskýrslum skóla skal með reglubundnum hætti gera grein fyrir stöðu jafnréttismála út frá þeim viðmiðum sem sett verða."

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

5.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar til kynningar og umræðu athugasemdir sem borist hafa við skýrslu sem lögð var fram í maí 2011.

Skólanefnd þakkar öllum þeim sem skiluðu inn greinargerðum um fyrirliggjandi skýrslu, fyrir þá miklu vinnu sem lögð var í þær.

Fundi slitið - kl. 16:40.