Skólanefnd

2. fundur 24. janúar 2011 kl. 14:00 - 15:20 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist formaður skólanefndar Gísla Ólafs Ólafssonar umsjónarmanns húsa í Glerárskóla, sem lést af slysförum fimmtudaginn 20. janúar sl.

1.Innritun í leikskóla 2011

Málsnúmer 2011010119Vakta málsnúmer

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir áætlaðri stöðu mála í innritun barna í leikskólana á þessu ári. Þar kom fram að 249 börn útskrifast úr leikskóla í vor og haust. Árgangur 2009 telur 272 börn og eru nú þegar 44 börn innrituð. Ef ekki verða frekari breytingar ættu um 20 börn úr árgangi 2010 að komast inn í leikskóla í haust. Helst vantar leikskólarými í Naustahverfi. Fram kom tillaga um að fjölga rýmum um 10-12 í Lundarseli og fækka rýmum í Sunnubóli á móti. Þá var lagt til að í leikskólunum Flúðum og Pálmholti verði tímabundið hópar fyrir börn úr Naustahverfi.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir yfirlitið og samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

2.Dagforeldrar 2011 - staða mála

Málsnúmer 2011010118Vakta málsnúmer

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi gerði grein fyrir stöðu mála hjá dagforeldrum og hugsanlegri þróun á þessu ári.
Fram kom að nú starfa 37 dagforeldrar á Akureyri og eru vistuð hjá þeim 171 barn. Ekki liggur fyrir hve mörg börn eru á biðlista. Nú liggur fyrir að fækkun verður í hópi dagforeldra á þessu ári.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir yfirlitið og samþykkir að leitað verði leiða til að fjölga dagforeldrum aftur á þessu ári.

Sesselja yfirgaf fundinn kl. 14:45.

3.Óveður og ófærð - skólahald

Málsnúmer 2011010116Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt minnisblað um verklag ef fella þarf niður kennslu í grunnskólum og biðja foreldra leikskólabarna um að halda þeim heima vegna óveðurs og/eða ófærðar.

Skólanefnd fagnar þeirri tillögu að verklagi sem fram kemur í minnisblaðinu og samþykkir hana.

4.Dagur leikskólans 2011

Málsnúmer 2011010120Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð fram til kynningar dagskrá Dags leikskólans sem verður haldinn hátíðlegur 6. febrúar nk.

Skólanefnd þakkar kynninguna og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í viðburðum sem auglýstir verða.

5.Leikskólafulltrúar - ályktun vegna niðurskurðar

Málsnúmer 2010120119Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla og sameiginlegri skólamálanefnd beggja félaganna dags. 9. desember 2010. Þar er reifað mikilvægi starfa leikskólafulltrúa og leikskólaráðgjafa hjá sveitarfélögum og varað við því að skera niður þessar mikilvægu stöður, eins og gert hefur verið í einstaka sveitarfélögum, þar sem það muni hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir leikskólastarf.

6.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Skólanefnd var gerð grein fyrir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 15:20.