Skólanefnd

19. fundur 20. september 2010 kl. 14:00 - 16:55 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hafþór Einarsson
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2010090109Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.

Fært í trúnaðarbók.

2.Fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála 2010 - endurskoðun

Málsnúmer 2009100061Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Þar kemur fram að í bæjarráði hafa þegar verið samþykktar viðbætur vegna fjölgunar leikskólarýma sem nema kr. 4.995.000. Til viðbótar þessari upphæð er óskað eftir leiðréttingu sem nemur kr. 23.787.000 og kemur til vegna aukins kostnaðar vegna veikinda, skólaaksturs o.fl.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur samþykkt nýjan fjárhagsramma fyrir árið 2011. Nýr rammi fræðslu- og uppeldismála er kr. 4.194.799.000 sem felur í sér hagræðingu að upphæð kr. 122.000.000.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsáætlun skólanefndar 2011

Málsnúmer 2010080096Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir helstu þætti í drögum að starfsáætlun skólanefndar fyrir árið 2011.

5.Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010

Málsnúmer 2010030175Vakta málsnúmer

Erindi dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að skólanefnd taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Brekkuskóla.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu en bendir á að leiga á skólahúsnæði til gistingar er mjög lág samanber að lágmarksupphæð er kr. 10.000 fyrir hverja nótt. Innifalið í lágmarksgjaldi eru 20 gistinætur. Hver gistinótt eftir það kostar kr. 500.

Æskulýðs- og íþróttafélög á Akureyri fá 70% afslátt af ofangreindu gistiverði séu þau með fjölliðamót og fleira á sínum vegum og innheimta sjálf fyrir húsnæðið enda undirrita þau þá samning um leiguna. Lágmarksgjald er þó alltaf kr. 10.000 fyrir hverja nótt.

6.Fræðslufyrirlestrar um einelti á landsvísu - samstarf

Málsnúmer 2010090039Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. september 2010 þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir samstarfi við skipulagningu fræðslufundar um einelti sem haldinn verður á Akureyri 6. október nk. Óskar sambandið eftir að Akureyrarbær útvegi húsnæði sem yrði framlag sveitarfélagsins.

Skólanefnd samþykkir að leggja sal Brekkuskóla til fundarins.

7.Velferðarvaktin - velferð barna í upphafi skólaárs

Málsnúmer 2010090032Vakta málsnúmer

Bréf mennta- og menningarmálaráðherra dags. 3. september 2010 um velferð barna og ungmenna á öllum skólastigum. Ráðherra fer þess vinsamlegast á leit að efni bréfsins verði kynnt sem flestum á vettvangi skólamála.
Einnig liggur fyrir bréf dags. 1. september 2010 frá velferðarvaktinni þar sem fram kemur að á fundi velferðarvaktarinnar 24. ágúst sl. var samþykkt að beina því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Mikilvægt er að kostnaði við kaup á skólavörum og þátttöku í frístundastarfi sé haldið í lágmarki og tryggt að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.

Skólanefnd tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í fyrirliggjandi bréfum.

Fundi slitið - kl. 16:55.