Bréf mennta- og menningarmálaráðherra dags. 3. september 2010 um velferð barna og ungmenna á öllum skólastigum. Ráðherra fer þess vinsamlegast á leit að efni bréfsins verði kynnt sem flestum á vettvangi skólamála.
Einnig liggur fyrir bréf dags. 1. september 2010 frá velferðarvaktinni þar sem fram kemur að á fundi velferðarvaktarinnar 24. ágúst sl. var samþykkt að beina því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Mikilvægt er að kostnaði við kaup á skólavörum og þátttöku í frístundastarfi sé haldið í lágmarki og tryggt að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.
Skólanefnd tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í fyrirliggjandi bréfum.