Fræðslufyrirlestrar um einelti á landsvísu - samstarf

Málsnúmer 2010090039

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 19. fundur - 20.09.2010

Erindi dags. 6. september 2010 þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir samstarfi við skipulagningu fræðslufundar um einelti sem haldinn verður á Akureyri 6. október nk. Óskar sambandið eftir að Akureyrarbær útvegi húsnæði sem yrði framlag sveitarfélagsins.

Skólanefnd samþykkir að leggja sal Brekkuskóla til fundarins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 74. fundur - 11.10.2010

Borgarafundur um einelti var haldinn í Brekkuskóla 6. október sl. á vegum Heimilis og skóla, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT með stuðningi Akureyrarbæjar o.fl.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með borgarafundinn og óskar eftir samstarfi við aðrar nefndir bæjarins um að halda málefninu á lofti.

Skólanefnd - 24. fundur - 18.10.2010

Borgarafundur um einelti var haldinn í Brekkuskóla 6. október sl. á vegum Heimilis og skóla, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT með stuðningi Akureyrarbæjar o.fl.
Á fundi sínum þann 11. október sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að óska eftir samstarfi við aðrar nefndir bæjarins um að halda málefninu á lofti.

Skólanefnd tekur heilshugar undir með samfélags- og mannréttindaráði og hvetur til þess að horft verði til samfélagsins alls á Akureyri.