Málsnúmer 2011020093Vakta málsnúmer
Erindi dags. 14. febrúar 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilraunaverkefnið Skólavogin er kynnt. Fram kemur að með Skólavoginni sé unnt að bera saman lykiltölur um skólamál á samræmdan hátt á milli skóla og sveitarfélaga. Til þess að Skólavogin geti vaxið og þjónað hlutverki sínu skortir öflugt tæki til að safna saman upplýsingum, vinna úr þeim og miðla á notendavænan hátt. Til þess að fá aðgang að slíku tæki þarf meira fjámagn inn í verkefnið og er með erindinu verið að kanna áhuga sveitarfélaga til að vera með og fá frekari kynningu á því á árinu 2011 svo hægt sé að taka ákvörðun um framhald verkefnisins. Óskað er eftir svörum frá sveitarfélögum fyrir 15. mars nk.
Skólanefnd þakkar Þuríði og Sædísi fyrir kynninguna.
Skólanefnd líst vel á þau drög sem fyrir liggja en telur að skerpa megi á umfjöllun um viðbrögð gegn einelti.