Málsnúmer 2011040146Vakta málsnúmer
Fyrir fundinn var lögð tillaga frá stjórnendum Tónlistarskólans um nýja námsgrein, upptökutækni. Námið er hugsað sem tilraunaverkefni næsta vetur og felst í að læra upptökutækni í hljóðveri skólans. Sérmenntaður kennari í upptökutækni verður ráðinn í verkefnið.
Nemendur mæta tvisvar í viku, 1½ tíma í senn, samtals 3 tíma á viku. Nemendur þurfa að borga u.þ.b. kr. 90.000 fyrir veturinn sem skiptist niður á 8 gjalddaga og er pláss fyrir 6 nemendur. Gjaldið á að standa undir kostnaði við námið. Eingöngu verður lagt upp með einn hóp til að byrja með.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.