Skólanefnd

14. fundur 02. maí 2011 kl. 14:00 - 16:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Tónlistarskólinn á Akureyri - staða mála

Málsnúmer 2011040146Vakta málsnúmer

Kolbrún Jónsdóttir starfandi skólastjóri Tónlistarskólans gerði grein fyrir stöðu skólans og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna. Í máli hennar kom fram að um 100 einstaklingar hafi verið á biðlista í vetur. Eftirspurnin er mikil á ákveðin hljóðfæri s.s. fiðlu, píanó og gítar. Búið er að auglýsa nokkrar stöður, þar sem í þeim sitja lausráðnir kennarar og þá eru nokkrir að fara í leyfi af ýmsum ástæðum. Það lítur vel út með ráðningar.

2.Tónlistarskólinn á Akureyri - tónlistarforskóli

Málsnúmer 2011040146Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga frá stjórnendum Tónlistarskólans um nýtt fyrirkomulag á forskólakennslu í tónlist fyrir börn á aldrinum 6 - 7 ára. Gert er ráð fyrir því að kennslan fari fram í 6 barna hópum á frístundatíma barnanna og liggur fyrir samþykki fyrir því meðal skólastjóra að kennslan fari fram í tónmenntastofum grunnskólanna. Reiknað er með því að gjald foreldra fyrir veturinn verði kr. 26.655, sem á að standa undir kostnaði við kennsluna. Fyrir fundinn voru einnig lögð drög að námskrá.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

3.Tónlistarskólinn á Akureyri - upptökutækni

Málsnúmer 2011040146Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga frá stjórnendum Tónlistarskólans um nýja námsgrein, upptökutækni. Námið er hugsað sem tilraunaverkefni næsta vetur og felst í að læra upptökutækni í hljóðveri skólans. Sérmenntaður kennari í upptökutækni verður ráðinn í verkefnið.
Nemendur mæta tvisvar í viku, 1½ tíma í senn, samtals 3 tíma á viku. Nemendur þurfa að borga u.þ.b. kr. 90.000 fyrir veturinn sem skiptist niður á 8 gjalddaga og er pláss fyrir 6 nemendur. Gjaldið á að standa undir kostnaði við námið. Eingöngu verður lagt upp með einn hóp til að byrja með.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

4.Starfsáætlanir skóla 2011-2012

Málsnúmer 2011040147Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir samræmingu á skipulagsdögum og vetrarfríum skóla á Akureyri. Þar kemur fram að ekki hefur náðst samkomulag milli stjórnenda leik- og grunnskóla norðan Glerár um samræmingu starfsdaganna þriggja.

Skólanefnd telur mikilvægt að starfs- og skipulagsdagar leik- og grunnskóla séu samræmdir til að mæta sem best óskum foreldra. Skólanefnd samþykkir að skólastjórar leik- og grunnskóla norðan Glerár endurskoði fyrirliggjandi skóladagatöl þannig að starfs- og skipulagsdagar leik- og grunnskólanna séu samræmdir.

5.Skólaakstur 2011-2012

Málsnúmer 2011040149Vakta málsnúmer

Samningur um skólaakstur við SBA-Norðurleið hf dags. 12. ágúst 2008 rennur út 19. ágúst 2011. Gert er ráð fyrir því í samningnum að mögulegt sé að framlengja gildistímann tvisvar sinnum um eitt ár í senn, með samþykki beggja aðila.

Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

6.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar til kynningar tvær fundargerðir stýrihópsins dags. 23. febrúar og 30. mars 2011 og ein fundargerð stýrihóps og faghóps dags. 8. apríl 2011.

7.Oddeyrarskóli - stjórnunarfyrirkomulag

Málsnúmer 2011040148Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að stjórnskipulagi Oddeyrarskóla fyrir skólaárið 2011-2012.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu til eins árs.

8.Skólabókasöfn - niðurskurður

Málsnúmer 2011040133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 15. apríl 2011 frá Ingibjörgu Einarsdóttur f.h. Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, varðandi fyrirhugaðan niðurskurð skólabókasafna.

9.Frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.), 747. mál

Málsnúmer 2011040123Vakta málsnúmer

Erindi dags. 26. apríl 2011 frá menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.), 747. mál. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 9. maí 2011.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að senda inn umsögn við frumvarpið með hliðsjón af umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:15.