Skólanefnd

17. fundur 17. október 2016 kl. 13:30 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.
Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna boðaði forföll.

1.Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Málsnúmer 2014110138Vakta málsnúmer

Laufey Petrea Magnúsdóttir nýr forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri kom á fundinn og kynnti starfsemi miðstöðvarinnar.

Skólanefnd þakkar Laufeyju Petreu kærlega fyrir góða kynningu á starfsemi miðstöðvar skólaþróunar HA. Skólar Akureyrarbæjar eiga í margvíslegu og góðu samstarfi við miðstöð skólaþróunar um ýmis verkefni innan skólanna, bæði sem snúa að nemendum, stjórnendum og starfsfólki.

2.Rekstur fræðslumála 2016

Málsnúmer 2016030017Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar - ágúst 2016.

3.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2017

Málsnúmer 2016080015Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir nýtt form starfsáætlunar ásamt greinargerð sem fylgir með vegna fjárhagsáætlunar 2017.

Fundi slitið - kl. 15:30.