Skólanefnd

13. fundur 05. september 2016 kl. 13:30 - 15:35 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagný Þóra Baldursdóttir varaformaður
  • Pétur Maack Þorsteinsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Logi Már Einarsson formaður og fulltrúi S-lista boðaði forföll og mætti Pétur Maack Þorsteinsson í hans stað.
Preben Jón Pétursson fulltrúi Æ-lista boðaði forföll. Áshildur Hlín Valtýsdóttir mætti í hans stað.
Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll. Ekki kom varamaður í hennar stað.
Formaður byrjaði fundinn á því að bjóða Ingunni Högnadóttur áheyrnarfulltrúa foreldra leikskólabarna velkomna á sinn fyrsta formlega fund í skólanefnd.

1.Tilraunaverkefni í Giljaskóla

Málsnúmer 2016090002Vakta málsnúmer

Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla kom á fundinn og sagði frá tilraunaverkefni sem unnið var í Giljaskóla síðastliðinn vetur.
Skólanefnd þakkar Jóni Baldvin fyrir áhugaverða kynningu.

2.Rekstur fræðslumála 2016

Málsnúmer 2016030017Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar-júlí 2016.

3.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2017

Málsnúmer 2016080015Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir helstu lykiltölur í rekstri fræðslumála og þróun í málaflokknum.

4.Samráðsfundir Félags stjórnenda leikskóla 2016-2020

Málsnúmer 2016090005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá félagi stjórnenda leikskóla er varðar endurmenntun og samráð stjórnenda og rekstraraðila. Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir málið.
Skólanefnd samþykkir að beina erindinu um endurupptöku námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2017.

5.Frumkvæðisúttekt Persónuverndar á Mentor

Málsnúmer 2012121255Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frumkvæðisúttekt Persónuverndar á notkun Mentor í skólum.

6.Skólapúlsinn - ytra mat skóla

Málsnúmer 2015010179Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera á viðhorfi stjórnenda til notkunar á Skólapúlsinum.

Fundi slitið - kl. 15:35.